Python forritun

Útgáfudagur: 03/07/25
Síðast uppfært: 03/07/25

Í þessu námskeiði ætlum við að skoða og læra grundvallaratriðin þegar það kemur að forrita með Python forritunarmálinu. Python forritunarmálið er það sem er mest nýtt í Tölvunarfræðináminu í Háskólanum í Reykjavík og því er þetta námskeið góður undirbúningur ef þú hyggst stunda nám í tölvunarfræði. Svo er Python líka rosalega vinsælt forritunarmál og það er hægt að búa til allskonar forrit með því.

 

Það getur verið fínt, til að venjast því að umgangast kóða, að horfa á myndbönd, lesa greinar og jafnvel hlusta á fyrirlestra í tengslum við fagið en svo má ekki gleyma að taka pásur til að leyfa huganum að melta upplýsingarnar. Þetta námskeið er þannig uppbyggt að það getið tekið þetta á ykkar hraða og því hvet ég ykkur til að gera það. Að virkilega reyna að leysa verkefnin og prófa ykkur áfram og fikta því það er akkúrat þá sem maður lærir sem mest.

 

Fyrir hverja?

Þetta námskeið er mælt með fyrir alla sem hafa áhuga á forritun og vilja læra nýtt forritunarmál, sérstaklega þá sem vilja hefja sig inn í Python.

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.