Um hvað er námskeiðið?
Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði í nýjum Planner hjá Microsoft sem var að koma út. Þar er stuðst við notkun á Planner Premium og er megináherslan á að ná fram aukinni skilvirkni í verkefnastjórnun. Planner vinnur vel með öðrum Office forritum eins og t.d. Teams, OneNote og Outlook. Þau gera okkur kleift að skiptast á upplýsingum fljótt og auðveldlega.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- Þekki muninn á þeim leyfismálum sem eru í boði, kunni á viðmótið, sjái nýjungar í Planner Premium og hvernig hægt er að búa til nýtt plan
- Geti búið til verk, deilt plani, skilji litaflokkunina, geti bætt við dálkum og hvernig tímalínan virkar
- Geti sett tíma á verk, sett sér markmið, geti séð yfirlit yfir lengd verka, þekki helstu stillingar og hvernig Copilot virkar inni í Planner
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja ná betri tökum á verkefnum sínum með Microsoft Planner Premium.