Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft Excel grunnur

Í þessu námskeiði er farið í það helsta sem Excel hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að nemendur nái tökum á töflureikni, útreikningum og meðhöndlun gagna og geti nýtt sér Excel á sem fjölbreyttastan hátt.

Við skoðum formúlur, lærum að gera Macros, vinna með töflur og gröf og margt fleira.

Æfingaskjal fylgir með, hægt er að hlaða því niður í byrjun námskeiðs.

Fyrir hverja? 
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja ná góðum tökum á grunnatriðum Excel.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 1 mínúta.
  • Viðmótið - 2 mínútur.
  • Einfaldar aðgerðir með tölur - 5 mínútur.
  • Einfaldar aðgerðir með texta - 7 mínútur.
  • Einföld samlagning - 5 mínútur.
  • Fleiri formúlur - 5 mínútur.
  • Afrita formúlur - 5 mínútur.
  • Sniðmát fyrir tölur - 4 mínútur.
  • Sniðmát fyrir dagsetningar - 2 mínútur.
  • Töflur - 4 mínútur.
  • Skilyrt snið (Conditional formatting) - 3 mínútur.
  • Dæmi 1 (Heimilsbókhald) - 10 mínútur.
  • Vista sem sniðmát (template) - 5 mínútur.
  • Tilbúin sniðmát - 3 mínútur.
  • Setja inn myndir - 3 mínútur.
  • IF formúlan - 5 mínútur.
  • Countif formúlan - 4 mínútur.
  • Að festa hólf í formúlum - 3 mínútur.
  • Framsetning gagna (línurit og fleira) - 4 mínútur.
  • Framsetning gagna (útlit) - 6 mínútur.
  • Örrit (sparklines) - 3 mínútur.
  • Festa röð og dálka - 3 mínútur.
  • Skipta upp skjalinu (Split) - 2 mínútur.
  • Gögn úr öðrum skjölum - 3 mínútur.
  • Gagnaskeri (slicer) - 3 mínútur.
  • Fjölvar (macros) - 4 mínútur.
  • Leita og skipta út - 2 mínútur.
  • VLOOKUP formúlan - 4 mínútur.
  • Nokkur ráð í lokin - 5 mínútur.
  • Samantekt - 2 mínútur.

Heildarlengd: 117 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ: Áskrift að öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias