Lýsing námskeiðs & skráning

Jóga fyrir jafnvægi í hraða nútíma samfélags

Að staldra við í amstri dagsins og gera stuttar öndunaræfingar eða jógaæfingar hjálpar til við að ná jafnvægi og hamingju í hraða nútíma samfélags. Jóga æfingar koma blóðflæði af stað og skerpir fókus. Það er ótrúlegt hvað jóga og meðvituð öndun hefur róandi áhrif á taugakerfið og getur dregið úr stressi. Það getur einnig hjálpað þér að sofa betur. Það eiga allir 15 mín aflögu á dag - afhverju ekki að nýta þessar 15 mín í að hlúa að þér?

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
Yin jóga Léttar teygjuæfingar þar sem haldið er teygju í um eina mínútu. Kemur blóðflæði af stað og losar um stífleika.
Jóga fyrir bakið. Léttar æfingar þar sem hreyft er við hryggnum og losað um spennu í baki og öxlum.
Stólajóga er fyrir alla! Frábært fyrir byrjendur og þá sem eiga erfitt með með hreyfingu, hvort sem vegna meiðsla eða stirðleika.
Stólajóga getur aukið liðleika og styrk, aukið einbeitingu og dregið úr stressi. Tilvalið að gera við skrifborðið. Þú átt eftir að finna þægilegan mun eftir aðeins 15 mín.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

  • Kynning (1 mín.)
  • Yin Jóga (12 mín.)
  • Jóga fyrir bakið (11 mín.)
  • Stólajóga (15 mín.)

Heildarlengd: 39 mín.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Addý

Addý er lögfræðingur, 3 barna móðir og rekur tvö fyrirtæki. Hún veit því hversu mikilvægt það er að finna jafnvægi í hraða nútíma samfélagi og gefur sér því tíma í stutt jóga á hverjum degi.

Hoobla - Systir Akademias