Lýsing námskeiðs & skráning

Fjarvinna með Teams

Námskeiðið fjallar um verkefni og verkefnastýringu á tímum fjarvinnu, sem hefur margaukist útaf sottlu.

Notað er fjarvinnutólið Microsoft Teams til að halda utan um alla þræði verkefnisins. Teams hefur mjög marga kosti og getur auðveldlega komið í staðinn fyrir samskiptaforrit og geymslustaði fyrir gögn.

Góður stjórnandi í fjarstýringu þarf á svona tóli að halda og kynntar eru leiðir til að viðhalda góðu sambandi samstarfsfólks í fjarvinnu.

Gefin er innsýn inn í heim 4DX aðferðafræðinnar og hvernig innleiðing á breytingum getur hreyft við vinnustaðamenningu.

Á námskeiðinu er fjallað um:
Leiðir til að setja verkefni af stað með góðum grunni
Aðferð til að koma í veg fyrir sóun á tíma og kostnaði
Leiðir til að halda utan um alla þræði verkefnis á einum stað, samskipti, ákvarðanir, vinnugögn og fundi.
Eitt kerfi til að vinna dagleg störf, verkefni og samskipti við samstarfsfólk
Leiðir til að úthluta verkefni og verk
Kynning á uppsetningu sem hentar teymum í fjarvinnu
Möguleikar kerfisins til að halda utan um frammistöðu og endurgjöf til starfsfólks

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Kynning á teams (9 mín.)
 • Að opna teams í fyrsta skipti (6 mín.)
 • Tilgangurinn og skipulagið (15 mín.)
 • Smáforritin (5 mín.)
 • Skjöl og skjalavinnsla (6 mín.)
 • Fjarstýra verkefnum og fólki (6 mín.)
 • Teams og fjarfundir (10 mín.)
 • Teams í vafra (3 mín.)
 • Teams í farsíma (5 mín.)
 • Niðurlag (16 mín.)

Heildarlengd: 81 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Guðný Halla Hauksdóttir

Guðný Halla Hauksdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og er með MBA frá Háskóla Íslands. Hún vinnur við upplifun þjónustu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og vann lengi áður í fjarskiptageiranum. Í frístundum sínum dundar hún sér á fjöllum og ver miklum tíma í faðmi fjölskyldunnar.

Hoobla - Systir Akademias