Heilsuefling
Betri svefn með Dr. Erlu Björnsdóttir
Byrjaðu á sjálfum þér. Andleg heilsa, líkamleg heilsa og svefn spila lykilhlutverk í velgengni. Námskeiðið er þríþætt og leiðbeinendur eru Indíana Nanna, Tolli Morthens og Dr. Erla Björnsdóttir. Í fyrsta hlutanum fer fer Indíana Nanna yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um það hvernig hvatning virki til þess að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.