Verkefnastjórnun og skipulag
Verkefnastjórnun verður sífellt mikilvægari í fyrirtækjum og félögum. Það er þörf fyrir verkefnastjóra sem geta skilgreint, mótað, skipulagt og framkvæmt verkefni sem skila raunverulegum ávinningi. Það er gríðarleg sóun hjá fyrirtækjum fólgin í því að verkefni eru illa undirbúin og ekki vel stjórnað. Sóunin getur verið allt að 65% samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum. Ný og betri nálgun á verkefnastjórnun er lykillinn að því að efla árangur verkefnastjórnunar.
Námskeiðið fjallar um markvirkna verkefnastjórnun og áskoranir við að skilgreina og útfæra verkefni. Fjallað er um hlutverk verkefnastjóra í verkefnum sem snúast um skilvirkni og verkefnum sem snúast um framþróun. Þá er fjallað um verkefnastjórnunarrammann sem tæki til þess að fá heildarsýn yfir verkefnið.
Kennari:
Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór hefur stýrt fjölda verkefna bæði á Íslandi og erlendis. Hann kennir jafnframt námskeiðið Leiðtogi í verkefnastjórnun hjá Akademias.
Fyrir hverja:
Verkefnastjórnun og skipulag er fyrir alla þá sem koma að verkefnavinnu, hvort sem þeir eru hluti af teymi eða verkefnastjórar.
Hagnýt atriði:
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
- Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
- Námið er í 4 hlutum og er um klst í heildina.
- Verð 24.000 kr
- Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
- Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
- Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
Viltu upplýsingar um hvernig þetta nám getur styrkt þig í starfi?
Leiðbeinandi
Dr. Eyþór Ívar Jónsson