Lýsing námskeiðs & skráning

TEKJUSTÝRING FYRIR HÓTEL OG GISTISTAÐI

Námskeið, í samstarfi við SAF, fyrir þá sem vilja læra verðlagningu og tekjustýringu með sérstaka áherslu á hótel og gististaði. 

Þátttakendur munu öðlast skilning á því hvað drífur tekjuöflun og bókanir, hvaða viðmið byggja skal á við mat á eftirspurn og hvernig hægt er að hámarka tekjur og draga úr áhættu í rekstri.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Tekjustýringu og áhrif hennar á rekstur.
 • Grunnhagfræðihugtök, kostnaðarhugtök og hvernig þau tengjast verðlagningu.
 • Helstu hugtök tekjustýringar (ADR, RevPar Allotment o.s.frv.).
 • Vandamál og lausnir við fráktektir (e. Allotment) og helstu stefnur ræddar.
 • Nýtingu á mismunandi dreifileiðum.
 • Leikjafræði og Nash jafnvægi.
 • Bókunarkúrfur. Hvernig gerum við þær? Hvað ber að varast? Hvernig lesum við úr þeim og nýtum okkur?
 • Nýjustu þekkingu og tækni tekjustýringar og rýnt inn í framtíðina.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 9 hlutum og er um 3 klst í heildina. 
 • Verð 19.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Leiðbeinandi:

Stefnir Agnarsson er í framkvæmdastjórn AVIS bílaleigunnar. Hann er með BA í hagfræði og MSc í fjárfestingastjórnun. Stefnir hefur yfir 8 ára reynslu af tekjustýringu, m.a. hjá AVIS, WOW air og Iceland Express.

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að stjórnun hótela og gististaða, sölu eða verðlagningu þeirra. Ennfremur fyrir alla þá sem vilja auka hagnýtan skilning á verðlagningu og tekjustýringu.

 

Leiðbeinandi

Stefnir Agnarsson

Hoobla - Systir Akademias