Lýsing námskeiðs & skráning

STJÓRNUN LYKILVERKEFNA OG MARKMIÐASETNING MEÐ OKR

Lærðu einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða því sem skiptir máli.

Á námskeiðinu er  farið ofan í aðferðafræði OKR eða "Objectives & Key Results" sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.

Aðferðafræðin nýtur sívaxandi vinsælda og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám alltaf í boði, byrjaðu að læra núna! 
  • Námið er í 6 hlutum, samtals um tvær og hálf klukkustund og hafa nemendur 12 mánuði til að læra (á þeim hraða og eins oft og þeir kjósa).
  • Verð 29.900 kr.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um 75% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is

Að loknu námskeiði eru þátttakendur með:

  • Góða innsýn í aðferðafræði OKR.
  • Skilning á því með hvaða hætti þau geta innleitt OKR í sínu fyrirtæki.
  • Reynslu af því að fara í gegnum vinnustofu þar sem OKR er sett í ímynduðu fyrirtæki.

Fyrir hverja?

Stjórnendur og starfsmenn sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að setja skýr og mælanleg markmið.

Kennari:

Ólafur Örn Nielsen, aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa. Hann hefur starfað við stjórnun og hugbúnaðarþróun í 15 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri Kolibri og þar áður hjá Form5, WOW air, Eddu útgáfu og Morgunblaðinu.

 

 

Skrá mig, fjarnám - byrjaðu núna! (OKR)

 

Leiðbeinandi

Ólafur Örn Nielsen