Lýsing námskeiðs & skráning

STJÓRNUN LYKILVERKEFNA OG MARKMIÐASETNING MEÐ OKR

Lærðu einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða því sem skiptir máli.

Á námskeiðinu er  farið ofan í aðferðafræði OKR eða "Objectives & Key Results" sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.

Aðferðafræðin nýtur sívaxandi vinsælda og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Að loknu námskeiði eru þátttakendur með:

 • Góða innsýn í aðferðafræði OKR.
 • Skilning á því með hvaða hætti þau geta innleitt OKR í sínu fyrirtæki.
 • Reynslu af því að fara í gegnum vinnustofu þar sem OKR er sett í ímynduðu fyrirtæki.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 6 hlutum og er um 2,5 klst í heildina. 
 • Verð 24.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Stjórnendur og starfsmenn sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að setja skýr og mælanleg markmið.

Kennari:

Ólafur Örn Nielsen, aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa. Hann hefur starfað við stjórnun og hugbúnaðarþróun í 15 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri Kolibri og þar áður hjá Form5, WOW air, Eddu útgáfu og Morgunblaðinu.

 

 

Leiðbeinandi

Ólafur Örn Nielsen

Hoobla - Systir Akademias