Lýsing námskeiðs & skráning

Rétt líkamsbeiting og vellíðan í vinnu

Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína frá a-ö og þar með draga markvisst úr vöðvabólgu og streitu?

Markmið námsefnisins er að kenna þér að tileinka þér rétta líkamsbeitingu draga úr stoðkerfiskvillum vera í góðu vinnuformi og viðhalda góðri heilsu. Fyrirkomulagið er einfalt og þægilegt.

Þú getur opnað hvaða kafla sem er, hvenær sem er, hvar sem er og eins oft og þú vilt.

 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Stillingar skrifborðsstóls (3 mism. teg. af stólum)
 • Að stilla skrifborðsstól við borð
 • Að stilla tölvuskjái
 • Notkun lyklaborðs og tölvumúsar
 • Notkun fótskemils

Kaflarnir innihalda skýr og hnitmiðuð myndbönd. Um leið og þú ferð að tileinka þér fjölbreyttar stillingar ferðu markvisst að draga úr vöðvabólgu og streitu.

 

Fyrir hverja?

Þetta er efni sem hentar öllum sem eru í vítahring með rangt stillta starfsstöð en það ýtir undir vöðvabólgu.

 

Leiðbeinandi:

Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari hefur í yfir 20 ár sérhæft sig í vinnustaðaúttektum í fyrirtækjum og stofnunum um land allt. Samhliða hefur hún verið með námskeið og fyrirlestra um heilsueflingu og heilsuvernd sem miða að því að auka vellíðan í vinnu og draga úr vöðvabólgu og öðrum stoðverkjum.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 8 hlutum og er um 15 mínútur í heildina. 
 • Verð 19.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Við bjóðum einnig uppá ráðgjöf og einkafyrirlestra. Hafðu samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.
 
Hoobla - Systir Akademias