Lýsing námskeiðs & skráning

Netöryggisnámskeið með Deloitte

Tölvuárásir eru að verða algengari á Íslandi. Netöryggi skiptir alla máli, bæði okkur sem einstaklinga og sem starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Snertifletir tölvuglæpa eru mun fleiri en flesta grunar og þess vegna þurfa fyrirtæki að setja netöryggi á dagskrá. Fræðslan má ekki eingöngu ná til stjórnenda eða vera á ábyrgð tölvudeilda. Hún þarf að ná til allra starfsmanna. 

Flest innbrot á Íslandi eru vegna þess að starfsmenn eru ekki meðvitaðir um áhættuna. Á tímum Covid eru margir að vinna að heiman sem eykur enn frekar hættuna. 

Námskeiðinu er ætlað að hjálpa öllum starfsmönnum að varast helstu netöryggishættur sem hafa herjað á íslensk fyrirtæki og stofnanir undanfarin ár. 

Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband fyrir nánari upplýsingar gudmundur@akademias.is.

Námið

Námskeiðið er rúmlega klukkustunda langt og í sex hlutum.

  1. Hvað er netöryggi?
  2. Veiðipóstar (e. phising)
  3. Öryggi lykilorða
  4. Raunlægt öryggi
  5. Samskiptablekkingar
  6. Að vinna utan vinnustaðar

Hagnýtar upplýsingar

  • Opið fjarnámskeið, hægt að byrjað að læra hvenær sem er.
  • Verð 19.900.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Flest fyrirtæki geta jafnframt sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði við námið fyrir alla starfsmenn, óháð inneign starfsmannanna sjálfra í starfsmenntunarsjóði, sjá nánar á www.attin.is

Umsjón

Vilhelm Gauti Bergsveinsson, yfirmaður netöryggisþjónustu hjá Deloitte Íslandi.

Fyrir hverja

Alla starfsmenn fyrirtækja og stofnanna.

 

Skrá mig, MasterClass Netöryggi

 

Leiðbeinandi

Deliotte