Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft Shifts 2024

Um hvað er námskeiðið?

Microsoft Shifts er vaktastjórnunartól sem er hluti af Microsoft Teams. Það hjálpar þér að búa til, uppfæra og stjórna vaktaskipulagi fyrir teymið þitt

Markmið námskeiðsins er m.a. að þú 

 

  • Öðlist góða innsýn í þetta frábæra tól sem Microsoft býður upp á og að þú getir einfaldað þér og starfsfólki þínu að halda utan um vaktir og vinnu
  • Getir búið til og breytt vaktaskipulagi
  • Getir skipulagt opnar vaktir sem allir geta sótt um ef þeir kjósa 
  • Getir notað Time Clock til að skrá þig inn og út úr vöktum með farsíma
  • Getir skoðað og samþykkt beiðnir um frí, vaktaskipti eða tilboð

     

Fyrir hverja?

Shifts er sérstaklega hannað fyrir framlínustarfsmenn og stjórnendur þeirra til að halda teymum í takt og auðvelda samskipti en einnig starfsfólk sem getur skráð og haldið utan um sínar vaktir á einfaldan hátt.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 2 mínútur.
  • Að stofna hóp - 2 mínútur.
  • Setja starfsmenn í hópinn - 3 mínútur.
  • Time Zone - 2 mínútur.
  • Setja inn vaktir - 4 mínútur.
  • Setja inn opna vakt -
  • Óskir um vakt - 2 mínútur.
  • Útlit og afrita vaktplan - 4 mínútur.
  • Óskir um breytingar eða frí - 3 mínútur.
  • Skipt á vöktum - 2 mínútur.
  • Stillingar -
  • Stimpla sig inn - 4 mínútur.
  • Shifts í símanum - 3 mínútur.
  • Samantekt - 2 mínútur.

Heildarlengd: 33 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.