Lýsing námskeiðs og skráning

Árangursrík teymisvinna

Þrá hvers einstaklings í lífinu er að fá að tilheyra. Tilheyra einhverjum hluta, sama hvar einstaklingurinn er í lífinu hvort heldur er í fjölskylduhópi, vinahópi, samstarfshópi eða hópi sem tengist áhugamálum eða félagsstarfi. Maðurinn er félagsvera og á þessu  námskeiði er farið yfir marga þætti á skemmtilegan hátt er tengjast því að vera í liði, teymi. 

 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • Þekki sjálfan sig mjög vel, hvaða kostum hann er gæddur og minni kostum, vilji vinna markvisst í að verða betri einstaklingur fyrir sig og teymið 

  • Þekki hvaða atriði er gott að hafa í huga þegar teymi eru sett saman og hvernig hægt er að ná því besta fram í hverju og einu teymi fyrir sig

  • Líti á fjölbreytileika og fjölhæfni einstaklinga sem afar góðan kost svo styrkleikar þeirra njóti sín sem allra best

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem eru að vinna í teymi, liði á einhvern hátt í lífinu og vilja verða betri og sterkari liðsmaður, þannig styrkist teymið og líklegra til að það nái betri árangri í samvinnu og sköpun verkefna. 

Námskaflar og tími:

  • Samvinna er kjarninn - 1 mínúta.
  • Að fá sem mest út úr þessu námskeiði - 1 mínúta.
  • Er eðlilegt að vinna í teymi - 6 mínútur.
  • Sameiginleg sýn á árangur - 2 mínútur.
  • Verkaskipting - 5 mínútur.
  • Fimm stig teymisverkefnis - 3 mínútur.
  • Rétt umhverfi - 2 mínútur.
  • Samskipti - Hvenær á að tjá sig - 4 mínútur.
  • Hver er besta stærð liðs - 4 mínútur.
  • Sjö orsakir átaka - 4 mínútur.
  • Áhættusöm breyting og hjarðhugsun - 4 mínútur.
  • Hegðun liðsins til að forðast - 3 mínútur.
  • Hvað á að gera ef þér finnst einhver pirrandi - 3 mínútur.
  • Vertu heiðarlegur og opinn - 5 mínútur.
  • Vertu meðvitaður um blinda blettinn þinn - 4 mínútur.
  • Þrjár leiðir til að vera góður teymismeðlimur - 4 mínútur.
  • Fyrirgefning - 3 mínútur.
  • Áreiðanleiki - 3 mínútur.
  • Gera meira en til er ætlast af þér - 3 mínútur.
  • Hafa jákvætt viðhorf - 3 mínútur.
  • Vertu góður hlustandi - 5 mínútur.
  • Hvetja rólega liðsmenn - 3 mínútur.
  • Rétt magn af tali - 3 mínútur.
  • Að geta gegnt fleiri en einu hlutverki í teymi - 2 mínútur.
  • Leggja sig allan fram - 2 mínútur.
  • Notaðu styrkleika þína - 2 mínútur.
  • Starf þitt, þægindasvæðið þitt og möguleikar þínir - 3 mínútur.
  • Þrjár leiðir til að takast á við veikleika þína - 4 mínútur.
  • Tíu leiðir til að byrja að bæta - 2 mínútur.

Heildarlengd: 93 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Berta Andrea Snædal

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þar á meðal við Harvard Business School og IESE.
Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Hann var markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi og einnig markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Tvö þeirra fyrirtækja sem hann stýrði markaðsmálum fyrir voru valin Markaðsfyrirtæki ársins samkvæmt ÍMARK; Icelandair 2011 og Nova 2014.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík og einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins.
Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism og dómari í Gullegginu.