Þrá hvers einstaklings í lífinu er að fá að tilheyra. Tilheyra einhverjum hluta, sama hvar einstaklingurinn er í lífinu hvort heldur er í fjölskylduhópi, vinahópi, samstarfshópi eða hópi sem tengist áhugamálum eða félagsstarfi. Maðurinn er félagsvera og á þessu námskeiði er farið yfir marga þætti á skemmtilegan hátt er tengjast því að vera í liði, teymi.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
Þekki sjálfan sig mjög vel, hvaða kostum hann er gæddur og minni kostum, vilji vinna markvisst í að verða betri einstaklingur fyrir sig og teymið
Þekki hvaða atriði er gott að hafa í huga þegar teymi eru sett saman og hvernig hægt er að ná því besta fram í hverju og einu teymi fyrir sig
Líti á fjölbreytileika og fjölhæfni einstaklinga sem afar góðan kost svo styrkleikar þeirra njóti sín sem allra best
Fyrir hverja?
Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem eru að vinna í teymi, liði á einhvern hátt í lífinu og vilja verða betri og sterkari liðsmaður, þannig styrkist teymið og líklegra til að það nái betri árangri í samvinnu og sköpun verkefna.