Lýsing námskeiðs & skráning

Vefverslun með Shopify - byrjaðu að selja á netinu!

Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Yfir 500 íslenskar verslanir nota Shopify í dag.

Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett með Shopify og hvernig kerfið virkar. Mörg stór jafnt sem smærri fyrirtæki nota kerfið vegna einfaldleikans og hversu hagkvæmt það er. Má þar nefna Red Bull, Kylie Cosmetics og Bláa Lónið.

Einfaldleikinn gerir einstaklingum með lágmarks kunnáttu kleift að reka sína eigin vefverslun án þess að þurfa að fjárfesta í aðkeyptri þjónustu. 

Kennarar námskeiðsins koma frá fyrirtækinu KoiKoi og þykja fremstir á Íslandi í vefverslunum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Hvernig við náum hámarks árangri með vefverslun
 • Að setja upp vefverslun frá grunni í Shopify
 • Vinna með vörur og afbrigði í Shopify
 • Vinna með vöruflokka í Shopify
 • Uppsetning á skilmálum, skattastillingur og sendingarmátum 
 • Tengja greiðslusíður við vefverslun
 • Reynslu Koikoi í að vinna með vefverslana kerfi
 • Næstu skref til að byggja upp arðbær viðskipti á netinu

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 9 hlutum og er um 3,5 klst í heildina. 
 • Verð 19.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum sem koma að verkefnum tengdum vörusölu á netinu, bæði þeim sem eru að byrja og þeim sem eru lengra komnir. Námskeiðið hentar bæði einyrkjum og starfsmönnum stærri fyrirtækja og í öllum atvinnugreinum.

Leiðbeinandi:

Einar Thor er stafrænn stjórnandi Koikoi og er með A.P. gráðu í alþjóðlegri sölu- og markaðsfræðum með áherslu á frumkvöðlafræði frá Niels Brock ásamt því að hafa diplóma í stafrænni markaðssetningu frá Háskólanum í Reykjavík og altMBA frá Seth Godin. Einar starfaði áður sem verkefnisstjóri í markaðsdeild Festi og hefur umfangsmikla reynslu af markaðssetningu á netinu. Hann stýrði jafnframt stafrænum verkefnum fyrir Elko, Krónuna, Nóatún og Intersport. Þar áður var hann yfir stafrænum markaðsmálum auglýsingastofunnar Expo.

 

Leiðbeinandi

Shopify

Hoobla - Systir Akademias