Um hvað er námskeiðið?
Á námskeiðinu lærir þú hvernig á að nota OneNote til að skipuleggja þig. Þú lærir að setja upp verkefni og halda utan um þau í OneNote. Þú lærir hvernig OneNote talar við önnur forrit eins og t.d. Outlook og Excel.
Þú lærir hvernig þú getur notað OneNote til að halda utan um vinnubækur og persónulegar bækur, hvar þú átt að vista þær og hvernig þú notar mismunandi einkenni til að skilja á milli bóka sem tilheyra vinnu og einkalífi. Þú lærir einnig hvernig gögnin þín vistast í tölvunni, snjallsímanum og spjaldtölvunni, allt eftir því hvað hentar þér.
Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi
- Þekki viðmótið vel, kunni að stofna bók, viti hvað flipar og blaðsíður eru og geti sett inn efni
- Geti sett texta á mynd, hvernig tögg eru búin til, leitað að merkjum og hvernig haldið er utan um fundi
Geti sett hlekki á skjöl, geti nýtt sér fjölbreytt sniðmát, þekki sticky notes og quick notes, þekki leitina og sjái hvernig vefviðmótið lítur út
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja nýta sér möguleika OneNote til að skilpuleggja sig og halda utan um upplýsingar.