Þýða Texta námskeiðs

Hægt er að þýða textann sem birtist við námskeið yfir á Ensku og Pólsku og er það gert með því að fara í „Bakendann“ og Velja „Learning managment → Námskeið“

Því næst er fundið það námskeið sem á að þýða og þar er valinn plúsinn + undir því tungumáli sem á að þýða.

Þar inni er settur textinn á því tungumáli sem þýða á yfir. Mikilvægt er að ýta ávallt á „Vista“ eftir að texti er settur inn og svo í lokin er ýtt á „Complete translation“.

Því næst er farið í „Kaflar“ og undir „Öll námskeið“ er sett inn það námskeið sem á að þýða, ýtt á „sía“ þá birtast allir þeir kaflar sem tilheyra því námskeiði.

 

Eins og við námskeiðið þá er ýtt á plúsinn + við hvern kafla og þar inni er settur textinn á því tungumáli sem þýða á yfir. Mikilvægt er að ýta ávallt á „Vista“ eftir að texti er settur inn og svo í lokin er ýtt á „Complete translation“.

Þegar lokið hefur verið við að þýða námskeiðið þá mun það birtast á Enska/ Pólska viðmóti kerfisins.

Hafa ber í huga að það eina sem þýðist yfir er textinn við námskeiðið en myndböndin haldast á því tungumáli sem þau eru sett inn á!