Eyða notanda úr kerfinu (Stjórnborð)

Til þess að eyða notanda er byrjað á að fara í “Stjórnborð” Þar er valið “Notendur” svo er leitað að þeim notanda sem á að eyða.

Því næst er ýtt á þrípunktinn hægra megin hjá notandanum og þar er valið “eyða” þá kemur upp valmynd sem spyr hvort þú sért viss um að þú viljir eyða eftirfarandi notanda og þar er ýtt á „Yes, Delete user!“ og þá hefur notandanum verið eytt úr kerfinu.

Mikilvægt er að eyða ekki notendum í framendanum sem hafa búið til efni inni í kerfinu þar sem eingöngu er hægt að færa efni á milli notenda í bakendanum!!