Afrita námskeið
Afrita námskeið.
-
Hægt er að afrita(Clone) námskeið inni í kerfinu og er gott að nýta það þegar námskeið á að vera tekið á vissu tímabili eins og t.d. tekið á vorönn. Eða þá að þú hafir búið til námskeið, en nú viljir þú útbúa annað svipað námskeið með öðru efni. Í stað þess að byggja allt upp frá grunni getur þú einfaldlega afritað það og breytt því sem þarf. Avia gerir þér kleift að afrita námskeið, kafla, próf og spurningar með einum smelli.
Hvernig á að afrita námskeið, kafla, próf og spurningar.
Afritun með Avia er fljótleg og einföld:
- Farðu í Bakendann á Avia og veldu hvort þú viljir afrita námskeið , kafla, próf eða spurningar.
- Smelltu á Clone sem birtist undir nafninu.
Þegar því er lokið birtast skilaboð efst á skjánum um að námskeiðið (eða annað efni) hafi verið afritað með góðum árangri. Afritun á heilum námskeiðum getur tekið smá tíma, svo þú gætir þurft að endurhlaða síðuna nokkrum sinnum.
Afritað efni fær heitið „Copy of…“ fyrir framan upprunalegt heiti.
Því næst er ýtt á „Breyta“ undir námskeiðsheitinu og þar er nafninu á námskeiðinu breytt í t.d. Fiskur! Jákvæð vinnustaðamenning vorönn 2025.
Mikilvægt er að aðgreina námskeið sem hefur verið afritað frá upprunalega námskeiðinu svo ekki séu mörg námskeið í kerfinu með sama nafni!
Eftir afritun: Athugaðu stillingar
Eftir að þú hefur afritað námskeið, kafla, próf eða spurningar
- Gakktu úr skugga um að stillingar séu réttar – t.d.:
- Mynd í valmynd (featured image)
- Aðgangsstýring (t.d. lykilorð)
- Prófstillingar
ATHUGIÐ – Sumar prófstillingar flytjast ekki sjálfkrafa yfir:
- Forkröfur fyrir próf (Quiz Prerequisites)
- Takmörk á endurtekningu prófa (Restrict Quiz Retakes)
- Viðbótarvalkostir spurninga – eins og spurningaflokkar (Question Category)
Vertu viss um að skoða og uppfæra þessar stillingar í afritaða prófinu.