Hópspjall
Hægt er að búa til samfélagshóp og þeim notendum bætt í hópinn sem eiga að taka þátt í hópspjallinu. Hópinn er hægt að stilla sem falinn, sem þýðir að hann birtist aðeins þeim notendum sem tilheyra hópnum – enginn annar sér hann í kerfinu. Athugið að það þarf ekki að vera virkni á fréttaveitu hópsins til að hópspjallið virki.
Sjá hér leiðbeiningar um hvernig búa skal til samfélagshóp.
Til að hefja hópspjall:
- Farðu inn í viðeigandi samfélagshóp.
- Smelltu á "Skilaboð".
Eftir að hópspjallið hefur verið virkjað, verður það alltaf aðgengilegt í innhólfinu (inbox) hjá meðlimum hópsins. Nafn spjallsins verður það sama og nafn samfélagshópsins.