Notendastjórnun í Avia

Avia kerfið hefur sitt eigið notendastjórnunarkerfi sem byggir á nútímalegu viðmóti og býður upp á sérhæfða aðgangsstýringu, námskeiðsskráningu og framvindueftirlit. Hér munum við útskýra hvaða notendagögn Avia safnar, hvernig þú nálgast þau og uppfærir í gegnum Avia kerfið.

Notendahlutverk í Avia.

Þegar notandi skráir sig í námskeið í Avia fær hann sjálfvirkt hlutverk innan kerfisins, t.d. „Nemandi“ (Student) eða „Hópstjóri“ (Group Leader). Avia nýtir sín eigin hlutverk og veitir möguleika á að bæta við sérsniðnum hlutverkum eftir þörfum.

Það sem þarf að hafa í huga:

  • Notandi getur haft fleiri en eitt hlutverk í einu.
  • Sumar viðbætur eða samþættingar (t.d. greiðslugáttir) geta bætt við sérstöku hlutverki fyrir viðskiptavini.
  • Ef notandi er stjórnandi eða hópstjóri, þá er hlutverkið "Nemandi" ekki alltaf sýnilegt þar sem þeir hafa aðgang að öllum hlutverkum neðar í stigveldinu.

Skoða alla notendur.

Í Avia fer notendastjórnun fram í gegnum stjórnborðið.

Til að skoða alla notendur:

  1. Farðu í stjórnborð > Notendur
  2. Þar getur þú séð upplýsingar eins og:
    • Nafn
    • Netfang
    • Hlutverk
    • Deild
    • Starfsheiti
    • Kennitala
    • Námskeið sem viðkomandi er skráður í
    • Staða

Sía notendur.

Til að sía notendur:

  1. Farðu í Stjórnborð > Notendur
  2. Veldu deild, starfsheiti,hlutverk eða staða.
  3. Smelltu á „Sía“
  4. Aðeins þeir notendur sem uppfylla skilyrðin birtast

Notendaprófílar.

Hver notandi í Avia hefur sérstakan prófíl þar sem sjá má:

  • Grunnupplýsingar (nafn, netfang, hlutverk)
  • Skráningarsaga í námskeið
  • Hópaaðild
  • Prófsaga
  • Framvinda og einkunnir

Til að skoða notandaprófíl:

  1. Farðu í Fréttaveita → Starfsfólk
  2. Smelltu á viðkomandi
  3. Þú getur skráð notendur í námskeið eða hópa og.fl.

Skráning í námskeið.

Til að skrá notanda í námskeið:

  • Ýttu á Breyta notenda → Skrá í námskeið
  • Veldu námskeið vinstra megin
  • Smelltu á örina → til að færa yfir í „Skráð í“
  • Smelltu á „Vista breytingar“

Til að fjarlægja:

  • Veldu námskeið hægra megin
  • Smelltu á örina ←
  • Smelltu á „Vista breytingar“

Eftirfarandi Notendastjórnun fer í fram í gegnum Bakendann á Avia.

Breyta skráningardegi.

Til að breyta skráningardegi námskeiðs:

  1. Farðu í „Bakenda → Notendur → Allir notendur“
  2. Veldu þann notanda sem þú ætlar að breyta skráningardegi hjá og ýttu á nafnið hans.
  3. Smelltu á ,,Details" við námskeiðið
  4. Merktu við ,,Set Enrolled Date"
  5. Veldu dagsetningu
  6. Ýttu á „Uppfæra notendastillingar“

Athugið: Ef skráning var gerð í gegnum hóp er ekki hægt að breyta skráningardegi handvirkt.

Merkja skref sem lokin/ólokin.

Sem stjórnandi getur þú uppfært framvindu notanda:

  1. Farðu í „Bakenda → Notendur → Allir notendur“
  2. Veldu þann notanda sem þú ætlar að breyta skráningardegi hjá og ýttu á nafnið hans.
  3. Smelltu á ,,Details" við námskeiðið
  4. Opnaðu kennslustundir, kafla eða próf
  5. Merktu við eða afmerktu skref sem lokin
  6. Ýttu á „Uppfæra notendastillingar“

Prófgögn.

Avia heldur utan um öll próf, próftilraunir og árangur:

  • Hægt er að fjarlægja próf
  • Breyta eða skoða próf
  • Skoða tölfræði, stig, rétt svör, tíma og dagsetningu
  • Staða ritgerða ef við á (t.d. bíður yfirferðar)

Próftölfræði er aðeins tiltæk ef hún var virkjuð í prófstillingum. Ekki er hægt að sækja gögn afturvirkt.

Eyða námskeiðsgögnum varanlega.

⚠️Hafa ber í huga að þetta er óafturkræft.
Til að eyða námskeiðsgögnum notanda:

  1. Merktu við ,,Permanently Delete Course Data"
  2. Smelltu á „Uppfæra notendastillingar“