Lýsing námskeiðs og skráning

Verkefnastjórnun í SharePoint

Office 365 býður okkur upp á Planner verkefnastjórnunartólið, en margir vita ekki að SharePoint er líka með innbyggt verkefnastjórnunartól.

Mismunandi er hvað hentar, sumum finnst SharePoint betra þegar verkefnin eru stærri.

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er kennt hvernig við notum SharePoint í verkefnastýringu.
Við búum til verk, setjum þau á tímalínu og lærum að stilla mismunandi útlit fyrir verkin.

Fyrir hverja?
Fyrir þá sem vilja læra að nota SharePoint í verkefnastjórnun. 

Námskeiðslýsing:

  • Inngangur (1 mín.)
  • Setja inn verk (5 mín.)
  • Verk með forvera (4 mín.)
  • Breyta verkum (3 mín.)
  • Undirverk (subtask) (2 mín.)
  • Áminningar (4 mín.)
  • Valmöguleikar fyrir lista (6 mín.)
  • Setja áminningu á lista (2 mín.)
  • Tímalínan (3 mín.)
  • Breyta sýn á verkefni (4 mín.)
  • Verkefni í dagatali (2 mín.)
  • Gantt myndrit (chart) (2 mín.)
  • Önnur útlit verka (1 mín.)
  • Dagatal (5 mín.)
  • Samantekt (2 mín.)
  • Verkefnasíða (4 mín.)

Heildarlengd: 50 mín.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • TILBOÐ: Ef fimm MasterClass námskeið eru keypt saman, verð 99.000 kr. Sjá nánar hér.
  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias