Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtoginn og teymið

Mikilvægt er að ungir leiðtogar fái sjálfstraust og skilning á hvað gerir þá að góðum leiðtogum. Fram er að koma ný kynslóð af leiðtogum, sem horfir á annan hátt á hlutverk leiðtogans en fyrri kynslóðir. Lykilatriði er að geta unnið vel með öðru fólki. Grunnurinn að því er að þekkja sjálfan sig og skilja hvernig maður þarf að stýra og leiða til að ná árangri.

Námskeiðið fjallar um hvernig einstaklingur getur orðið leiðtogi og hvers konar leiðtogi einstaklingur er líklegast. Farið er yfir leiðtogastíla út frá DISC módelinu og skoðað hvernig mismunandi aðferðafræði fólks endurspeglast í leiðtogastíl. Jafnframt er farið yfir hvernig hægt er að leiða fólk til árangurs og hvernig fólk getur þjálfað sig til að verða leiðtogar.

Fyrir hverja?
Fyrir alla sem þurfa að taka að sér leiðtogahlutverk í framtíðinni eða vilja þróa með sér leiðtogahæfileika. Mikil þörf er hjá ungum og nýjum stjórnendum að skilja hvernig þeir geta vaxið í hlutverk leiðtogans.

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 2 mínútur.
  • Get ég orðið leiðtogi? - 6 mínútur.
  • Hvernig leiðtogi er ég? - 13 mínútur.
  • Leiðtogastílar, fyrri hluti - 8 mínútur.
  • Leiðtogastílar, seinni hluti - 10 mínútur.
  • Leiðtogar og fylgjendur - 9 mínútur.
  • Að leiða hópinn - 10 mínútur.
  • Hvernig verð ég leiðtogi? - 4 mínútur.

Heildarlengd: 62 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ: Áskrift að öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias