Ýmislegt
Í leit að starfi
Námskeiðið er samstarfsverkefni Hagvangs og Akademias og er ætlað að undirbúa og hvetja einstaklinga í árangursríka atvinnuleit. Megináhersla er lögð á að kenna aðferðir og tækni til starfsleitar og efla sjálfstraust við leitina. Lögð er áhersla á að í lok námskeiðs séu þátttakendur tilbúnir til þess að hefja atvinnuleit með markvissum hætti.