Lýsing námskeiðs og skráning

Í leit að starfi

Námskeiðið er samstarfsverkefni Hagvangs og Akademias og er ætlað að undirbúa og hvetja einstaklinga í árangursríka atvinnuleit. Megináhersla er lögð á að kenna aðferðir og tækni til starfsleitar og efla sjálfstraust við leitina. Lögð er áhersla á að í lok námskeiðs séu þátttakendur tilbúnir til að hefja atvinnuleit með markvissum hætti.

Þátttakendum stendur til boða að verða virkir umsækjendur hjá Hagvangi og hafa þar með aðgengi að öllum störfum sem eru á skrá og falla að hæfileikum og getu viðkomandi.

Um hvað er námskeiðið?  
Markmið með námskeiðinu er að gera einstaklinga tilbúna til að takast á við atvinnuleit af krafti,  með því að auka færni og öryggi þeirra í atvinnuleitinni.
Í námskeiðinu er meðal annars sköpuð betri þekking á mismunandi leiðum við atvinnuleit og þér hjálpað að móta nýjan starfsferil, auðkenna styrkleika þína og nota þá í væntanlegri starfsleit. Jafnframt er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit.

Fyrir hverja?
Fyrir alla einstaklinga sem eru í leit að nýju starfi eða hyggjast skipta um starf, og vilja afla sér fróðleiks og auka sjálfstraust, til framþróunar.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 1 mínúta.
  • Tímamót sem fylgja starfsleit - 1 mínúta.
  • Hugarfar - 7 mínútur.
  • Skapa góðar venjur - 6 mínútur.
  • Draumastarfið - 6 mínútur.
  • Starfsleitin - 4 mínútur.
  • Ferilskráin - 7 mínútur.
  • Kynningarbréfið - 5 mínútur.
  • Atvinnuviðtalið - 5 mínútur.
  • Launaviðræður - 5 mínútur.
  • Að lokum - 1 mínúta.

Heildarlengd: 48 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ: Áskrift að öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hlynur Magnússon og Stefanía Ásmundsdóttir

Hlynur Atli Magnússon og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir kenna námskeiðið. Þau eru bæði ráðgjafar í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi.
Hagvangur er ráðningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem var stofnað árið 1971 og veitir margs konar ráðgjöf á sviði þjálfunar og þróunar mannauðs. Í áraraðir hefur Hagvangur veitt ráðgjöf í tengslum við starfslok, en í námskeiðinu er áhersla lögð á að beina sjónum fram á við, að starfsleitinni,
og þátttakendur aðstoðaðir við að móta nýjan starfsferil, finna styrkleika og nýta þá í væntanlegri starfsleit.
Reynsla Hagvangs er að svona fræðsla og ráðgjöf hefur undantekningarlítið góð áhrif og er hjálpleg í atvinnuleitarferlinu.

Hoobla - Systir Akademias