Þjónusta, sala og markaðssetning
Google Ads
Námskeiðið er metnaðarfyllsta Google Ads námskeið sem hefur verið í boði á Íslandi. Leiðbeinandinn, Haukur Jarl, starfar hjá Pipar sem fékk nýlega 11 tilnefningar á European Search Awards.
Heildarlengd: 291 mínúta.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma:
Árs áskrift af öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Haukur Jarl Kristjánsson býr yfir mikilli reynslu af markaðssetningu á netinu en hann hefur unnið við leitarvélamarkaðssetningu í 12 ár, með áherslu á Google Ads. Í dag vinnur hann hjá The Engine, sem er hluti af Pipar/TBWA, með starfsheitið Performance Marketing Director.
Haukur Jarl hefur komið að uppsetningu og bestun á yfir hundrað Google Ads herferðum á yfir 15 tungumálum. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, svo sem verðlauna fyrir; bestu PPC herferðina á European Search Awards, árangursríkustu notkun tækni í leitarherferð á The Drum Search Awards, bestu stafrænu markaðsherferðina á Íslandi á SEMrush Nordic Awards og bestu alþjóðlegu PPC herferðina á Global Marketing Awards.