Lýsing námskeiðs & skráning

Google Ads

Námskeiðið er metnaðarfyllsta Google Ads námskeið sem hefur verið í boði á Íslandi. Kennarinn, Haukur Jarl, starfar hjá Pipar en þau fengu nýlíega 11 tilnefningar á European Search Awards.

Námskeiðið kennir þér að nota Google til þess að ná til mismunandi markhópa. Það kennir þér að skipuleggja, mæla og besta Google Ads herferðir.

Á námskeiðinu er fjallað um leitarorðagreiningu, hvernig á að setja upp herferðir, hvernig hægt er að ná til markhópa með mismunandi boðleiðum og hvernig maður býr til endurmarkaðssetningarherferðir. Farið er yfir mismunandi auglýsingasnið, algeng miðstök sem ber að varast, sjálfvirkni og handvirkni, lykilmælikvarða og bestun herferða.

Þú lærir á eftirfarandi tól: Google Analytics, Google Ads, Google Ads Editor og Google Tag Manager.
Farið er yfir eftirfarandi herferðir: Display herferðir, Search herferðir, Youtube herferðir og App herferðir.

Þegar þátttakendur hafa lokið námskeiðinu hafa þeir sjálfir búið til herferðir sem eru tilbúnar að fara í loftið.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
Uppsetning lykilmælikvarða með Google Tag Manager
Vefgreining og mælingar með Google Analytics
Hvernig stytta má leiðir með Google Ads Editor
Leitarorðagreingu (með Íslensku!)
Leitorðaorða- og DSA herferðir á Google leit.
Msimunandi gerðir YouTube & Display herferða og miðanir
REACH vs. remarketing heimspekina og uppsetningu hennar
Appauglýsingar og uppsetningu!
Stillingar og “ad extensions”
Mikilvægi markmiðasetningar og greiningar
Sjálfvirkni herferða og hvernig megi nýta þær
Bestun herferða

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Inngangur (7 mín.)
 • Rakningar (23 mín.)
 • Google Analytics (5 mín.)
 • Google Ads Editor (4 mín.)
 • Leitarorðagreining 1 (15 mín.)
 • Leitarorðagreining 2 (18 mín.)
 • Leit (Almennt & QS) (12 mín.)
 • Leit 1 (19 mín.)
 • Leit 2 (18 mín.)
 • Leitarauglýsingar (25 mín.)
 • DSA (14 mín.)
 • YouTube og Display (Miðlun) (7 mín.)
 • YouTube og Display (Gerðir herferða) (24 mín.)
 • Display herferðir (21 mín.)
 • Örstutt um app (9 mín.)
 • AD xtention (11 mín.)
 • Campaign settings (12 mín.)
 • KPIs & Measurementnew (10 mín.)
 • Automation (20 mín.)
 • Bestun herferða (15 mín.)
 • Niðurlag (2 mín.)

Heildarlengd: 291 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Haukur Jarl Kristjánsson

Haukur Jarl Kristjánsson býr yfir mikilli reynslu af markaðssetningu á netinu en hann hefur unnið við leitarvélamarkaðssetningu í 12 ár, með áherslu á Google Ads. Í dag vinnur hann hjá The Engine sem er hluti af Pipar/TBWA og er hann titlaður sem Performance Marketing Director. Haukur Jarl hefur komið að uppsetningu og bestun á yfir hundrað Google Ads herferðum á yfir 15 tungumálum og hann hefur unnið til fjölda verðlauna. Þar má nefna fyrir bestu PPC herferðina á European Search Awards, fyrir árangursríkustu notkun tækni í leitarherferð á The Drum Search Awards, fyrir bestu stafrænu markaðsherferðina á Íslandi á SEMrush Nordic Awards og fyrir bestu alþjóðlegu PPC herferðina á Global Marketing Awards.

Hoobla - Systir Akademias