Lýsing námskeiðs og skráning

Nýliðafræðsla fyrir nýja Íslendinga

Erlendu vinnuafli fjölgar hratt á íslenskum vinnumarkaði en því geta fylgt ýmsar áskoranir fyrir bæði einstaklinga og vinnustaði þar sem siður og venjur eru ólíkar. Vinnustaðir þurfa að tryggja sem best að erlent starfsfólk geti aðlagast hratt og vel.

Nýliðafræðsla fyrir nýja Íslendinga undirbýr erlent starfsfólk að íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Spretturinn samanstendur af 9 rafrænum námskeiðum sem myndar heildrænt kennsluefni í samfélagsfræðslu. Nemendar læra á netinu þegar þeim hentar, hvar og hvenær sem er en jafnframt á hvaða tæki sem er. Fyrstu sjö námskeiðin eru flutt á ensku og síðustu tvö með enskum texta.

Innifalin námskeið eru:

Fyrir vinnustaði

Vinnustaðir hafa kost á að fá Sprettinn inn í sín kennslukerfi sem getur jafnframt innihaldið verkefni, krossaspurningar og viðbótarnámskeið, klæðskerasniðnar upptökur fyrir vinnustað o.s.frv.

Vinnustaðir geta jafnframt fengið aðgang að Sprettinum í gegnum kennslukerfi Akademias.

Nánari upplýsingar um þjónustu Akademias við vinnustaði má finna hér.

 

Leiðbeinendur

Jóel Sæmundsson

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad

Oddur Birnir Pétursson