Lýsing námskeiðs og skráning

Children and families (for immigrants)

Námskeiðið er hugsað fyrir erlenda einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem flytjast til Íslands, tímabundið eða til langs tíma, og vilja kynna sér allt það helsta sem huga þarf að þegar börn og fjölskyldur þeirra setjast að í íslensku samfélagi.
 
Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er fjallað um mismunandi fjölskylduform, allt frá því að vera barn sem fæðist inn í fjölskyldu sína á Íslandi og þau atriði sem helst þarf að hafa í huga við fæðingu barns og allt til þess að vera aldraður einstaklingur búsettur á Íslandi. Einnig er fjallað um barnauppeldi og barnavernd á Íslandi, mismunandi sambúðarform, jafnrétti og jöfn tækifæri þegar einstaklingur eða fjölskylda ákveður að setjast að í íslensku samfélagi.
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir erlenda einstaklinga og fjölskyldur sem flytjast til Íslands, eru að feta sín fyrstu skref í íslensku samfélagi og vilja kynna sér það helsta sem hafa ber í huga þegar börn og fjölskyldur setjast að á Íslandi.
 
 
 
 

Námskaflar og tími:

  • General Information - 7 mínútur.
  • Children - 3 mínútur.
  • Rights of children - 10 mínútur.
  • Child protection - 6 mínútur.
  • Marrige & domestic life - 7 mínútur.
  • Family life & leisure - 9 mínútur.

Heildarlengd: 42 mínútur.

Textun í boði:
Enska.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Jóel Sæmundsson

Jóel Sæmundsson er leikari.

Hoobla - Systir Akademias