Lýsing námskeiðs & skráning

Lærðu að lesa launaseðilinn

Launafólk á rétt á því að fá í hendur við útborgun launa sundurliðun á launaútreikningi. Launaseðillinn er einnig kvittun launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags. Ekkert eitt staðlað form er til um launaseðla en í kjarasamningum koma fram leiðbeiningar um það hvaða upplýsingar skuli vera á launaseðli. Í þessum fyrirlestri fer Oddur Birnir Pétursson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, yfir allt það helsta sem launafólk þarf að vita um launaseðilinn. Hvað á að koma fram, hvernig sundurliðun er oftast sett upp og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum launaseðilinn.

Á námskeiðinu er fjallað um:
Almennar upplýsingar sem koma eiga fram á launaseðli
Munurinn á sundurliðun þegar starfskraftur er á taxtalaunum og hinsvegar föstum mánaðarlaunum
Þær leiðir sem eru í boði varðandi uppsöfnun orlofs og muninn á þeim
Hvað skiptir sérstöku máli að skoða í launaliðnum til að passa að þú sért að fá rétt laun
Allir frádráttarliðir sýndir og út frá hverju þeir eru reiknaðir

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Kynning (1 mín.)
 • Almennt um reikninga (1 mín.)
 • Taxtalaun-Föst mánaðarlaun (4 mín.)
 • Frádráttur-Lífeyrissjóður og séreignasparnaður-Föst mánaðarlaun (2 mín.)
 • Frádráttur-Staðgreiðsla skatta-Föst mánaðarlaun (2 mín.)
 • Frádráttur-Orlof greitt í banka-Föst mánaðarlaun (1 mín.)
 • Neðsti hluti launaseðils-Föst mánaðarlaun (1 mín.)
 • Kynning (1 mín.)
 • Almennt um reikninga (1 mín.)
 • Taxtalaun-Tímakaup (4 mín.)
 • Frádráttur-Líffeyrissjóður og séreignasparnaður-Tímakaup (2 mín.)
 • Frádráttur-Staðgreiðsla skatta-Tímakaup (2 mín.)
 • Frádráttur-Orlof greitt í banka-Tímakaup (1 mín.)
 • Neðsti hluti launaseðilsins-Tímakaup (1 mín.)

Heildarlengd: 24 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Oddur Birnir Pétursson

Hoobla - Systir Akademias