Vinnuvernd: Jafnrétti, Sjálfbærni og réttindi
Lærðu að lesa launaseðilinn
Launafólk á rétt á því að fá í hendur við útborgun launa sundurliðun á launaútreikningi. Launaseðillinn er einnig kvittun launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags. Ekkert eitt staðlað form er til um launaseðla en í kjarasamningum koma fram leiðbeiningar um það hvaða upplýsingar skuli vera á launaseðli. Í þessum fyrirlestri fer Oddur Birnir Pétursson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, yfir allt það helsta sem launafólk þarf að vita um launaseðilinn. Hvað á að koma fram, hvernig sundurliðun er oftast sett upp og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum launaseðilinn.