Lýsing námskeiðs og skráning

Heilsunámslína

“Heilsan okkar er okkar dýrmætasta eign” er setning sem oft heyrist sögð, en hversu vel ert þú að sinna henni? Nýleg rannsókn sem gerð var í Bretlandi sýndi að þegar fólk á besta aldri keyrir sig áfram í vinnu án þess að hugsa um heilsuna og ætlar svo að fara bara að slaka á þegar aldurinn færist yfir fær það oft í bakið með heilsubresti af ýmsum toga. Það er mikilvægt að sinna heilsunni vel alla ævi, jafnvel þó maður sé í krefjandi og tímafreku starfi. 

Það að vera við góða heilsu, líkamlega og andlega, gerir fólk líka betur í stakk búið til að sinna krefjandi og tímafreku starfi, það þolir betur álag, verður meira skapandi, tekur betri ákvarðanir o.fl., auk þess sem það eykur almennt lífsgæði fólks. 

HeilsuSprettur inniheldur fimm rafræn námskeið og hefur það markmið að einstaklingar fái þekkingu og verkfæri sem stuðla að jafnvægi í lífinu.

Námslýsing

Fyrir hverja
Allt starfsfólk

Fyrir vinnustaði

Vinnustaðir hafa kost á að fá HeilsuSprettinn inn í sín kennslukerfi sem inniheldur þá upptöku á kynningu frá stjórnenda vinnustaðar, verkefni og krossaspurningar.

Hér er dæmi um hvernig spretturinn hefur verið gerður með viðskiptavinum Akademias. Nánari upplýsingar um þjónustu við vinnustaði má finna hér.

Allar nánari upplýsingar: akademias@akademias.is

 

Leiðbeinendur

Tolli Morthens, myndlistamaður

Indíana Nanna Jóhannsdóttir

dr. Erla Björnsdóttir

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

Elísa Viðarsdóttir

Hoobla - Systir Akademias