Lýsing námskeiðs og skráning

Verkefnastjórnun og skipulag

Námslína fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja styrkja sig í verkefnastjórnun, skipulagi og innri samskiptum. Þekking og skilningur á þessum atriðum er lykillinn að árangri fyrirtækja. Verkefnastjórnun og skipulag í fyrirtækjum samanstendur af fimm áföngum í fjarnámi. Þátttakendur geta lært þegar þeim hentar og eins oft og þeir vilja. Eftir skráningu getur þátttakendi byrjað að læra strax og hefur aðgang að náminu í 12 mánuði.  

Innifalin námskeið eru:

 • Tímastjórnun og skipulag funda (1,5 klst)

Þetta námskeið er tvískipt og tekur á helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda. Fyrri hlutinn fjallar um helstu aðferðir sem stjórnendur og starfsmenn geti gert til þess að hámarka afköst en á sama tíma skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Seinni hlutinn fjallar um ástæður óskilvirkra funda og hvernig megi ná meiri árangri á fundum með forgangsröðun og skipulagningu. Sjá meira
Leiðbeinandi er Dr. Eyþór Ívar Jónsson.

 • Verkefnastjórnun með Asana (3 klst)

Farið er yfir grunfnþætti verkefnastjórnunarkerfisins Asana með áherslu á nýtingu kerfisins sem samskiptatól til þess að fækka fundum og hafa betri yfirsýn yfir þau verkefni sem hjálpa fyrirtækinu að vaxa. Asana er eitt vinsælasta verkefnastjórnunarkerfi heimsins í dag og er sérlega vinsælt meðal dreifðra hópa. Sjá meira
Leiðbeinandi er Sigurhanna Kristjánsdóttir.

 • Fjarvinna með Teams (1,5 klst)

Þetta námskeið fjallar um fjarvinnutólið Microsoft Teams og hvernig stjórnendur geti notast við tólið til verkefnastýringar á tímum fjarvinnu til þess að ná árangri og halda góðu sambandi við samstarfsfólk í fjarvinnu.
Leiðbeinandi er Guðný Halla Hauksdóttir. 
Sjá meira

 • Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR (2,5 klst)

Á þessu námskeiði lærir þú einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða. Notast er við aðferðafræði OKR sem stendur fyrir Objectives & Key Results sem hefur hjálpað mörgum fyrirtækjum að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti. Sjá meira
Leiðbeinandi er Ólafur Örn Nielsen.

 • Markmiðasetning ( 1 klst)

Námskeiðið kennir aðferðir og leiðir til að bæði setja sér markmið og hvernig við getum aukið líkur á að ná þeim.  Sjá meira
Leiðbeinendur eru dr. Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir.

 • Mannauðsstjórnun og breytingar (1 klst)

Námskeiðið snýst um að upplýsa um helstu áhrifaþætti á bak við breytingar sem eru að verða í vinnuumhverfinu og hvernig fyrirtæki og stjórnendur þurfa að breyta ýmsu í sinni nálgun til að styðja við samkeppnishæfni sinna vinnustaða, bæði sem fyrirtækja og vinnustaða.  Sjá meira

Leiðbeinandi er Herdís Pála Pálsdóttir

 • Pipedrive (1 klst)

Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á því að sala lokist.   Sjá meira

Leiðbeinendur eru Auðunn Sólberg og Jón Andri Sigurðarson

Hagnýtar upplýsingar:

 • Allir áfangar er í fjarnámi á netinu, þú getur byrjað að læra núna!
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Fullt verð er 138.000 kr. Tilboðsverð 99.900 kr
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta ennfremur sótt um styrk í Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi á www.attin.is

 

Leiðbeinendur

Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Guðný Halla Hauksdóttir

Herdís Pála Pálsdóttir

Jón Andri Sigurðarson og Auðunn Sólberg

Ólafur Örn Nielsen

Sigurhanna Kristinsdóttir, Delivery Lead hjá Gangverk

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Ímark

Hoobla - Systir Akademias