MasterClass námskeið í fjarnámi. Verð 29.900 kr. Byrjaðu að læra núna!
Tímastjórnun og skipulag funda
Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi
Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir helstu aðferðir til þess að skipuleggja tímann þannig að stjórnendur og starfsmenn nái bæði að hámarka afköst og skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Í seinni hlutanum er farið yfir af hverju fundir eru óskilvirkir og hvernig má ná miklu meiri árangri með fundum með því að forgangsraða fundum og skipuleggja. Námskeiðið tekur á nokkrum helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda.
Hagnýt atriði:
- Fjarnám alltaf í boði, byrjaðu að læra núna!
- Námið er í 10 hlutum, samtals um ein og hálf klukkustund og hafa nemendur 12 mánuði til að læra (á þeim hraða og eins oft og þeir kjósa).
- Verð 29.900 kr.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnumálastofnun styrkir jafnframt skjólstæðinga sína um 75% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
Að loknu námskeiði eru þátttakendur með:
- Góða aðferðafræði um hvernig er best að skipuleggja tíma og fundi.
- Skilning á því hvernig má efla starf fyrirtækja með tímastjórnun og betra fundaskipulagi.
- Þekkingu á hvað gerir góða tímastjórnun og hvernig á að forgangsraða fundum og skilgreina tilgang þeirra og markmið.
Fyrir hverja?
Stjórnendur og starfsmenn sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að nýta tímann sem best og ná meira árangri með fundum.
Kennari:
Dr. Eyþór Ívar Jónsson, sérfræðingur í stjórnun, stefnumótun og skipulagningu fyrirtækja. Hann er forseti Akademias og Vice President hjá European Academy of Management.
Leiðbeinandi
Dr. Eyþór Ívar Jónsson