Lýsing námskeiðs & skráning

Mannauðsstjórnun og breytingar

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar.

Hvernig verður eiginlega þessi framtíð vinnu og hvernig þurfa dagleg störf stjórnenda að breytast til að styðja sem best við rekstur fyrirtækja á vinnumarkaði framtíðarinnar.

Námskeið þetta hentar öllum stjórnendum og öllum mannauðsfólki.

Námskeiðið snýst um að upplýsa um helstu áhrifaþætti á bak við breytingar sem eru að verða í vinnuumhverfinu og hvernig fyrirtæki og stjórnendur þurfa að breyta ýmsu í sinni nálgun til að styðja við samkeppnishæfni sinna vinnustaða, bæði sem fyrirtækja og vinnustaða.

 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Helstu trend og áhrifaþætti á bak við breytingar á vinnuumhverfi og vinnumarkaði
 • Aukin völd vinnuaflsins í vinnusambandinu
 • Breytingar sem þurfa að verða á öflun umsækjenda og ráðningum
 • Færni til framtíðar og breytingar varðandi starfsþróun og þekkingarstjórnun
 • Breytingar þegar kemur að frammistöðustjórnun, í samhengi við breyttan vinnutíma og aukna fjarvinnu
 • Mikilvægi góðrar upplifunar í vinnuumhverfinu – og stafrænnar upplifunar í vinnuumhverfinu
 • Atvinnuhæfni, fagleg hæfni og persónuleg færni
 • Velsæld, fjölbreytileika, vinnustaðarmenningu, traust og margt fleira.

 

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur og mannauðsfólk.

 

Kennari: 

Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur mannauðsstjóri og stjórnandi. Hún er sérlega áhugasöm um og fylgist með öllu því nýjasta þegar kemur að framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuumhverfis, vinnuafls og vinnumarkaðar.

Hún er meðhöfundur að bókinni Völundarhús tækifæranna, sem kom út í september 2021, og fjallar um breytingar á vinnumarkaði, breytt vinnusambönd, eðli vinnu og vinnustaða o.fl.
Við skrif bókarinnar var gerð rannsókn á meðal íslenskra stjórnenda, mannauðsfólks og almenns starfsfólk og niðurstöðurnar fléttaðar inn í bókina.

 

Hagnýtar upplýsingar:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og þátttakendur kjósa á tímabilinu.
 • Námið er í 4 hlutum og u.þ.b klst.
 • Verð 24.000 kr.
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið eða sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is
 

Leiðbeinandi

Herdís Pála Pálsdóttir

Hoobla - Systir Akademias