Lýsing námskeiðs og skráning

Framhald Námslína fyrir stjórnendur - framhald

Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú að sinna stjórnun vel – en á sama tíma sennilega sjaldan jafn snúið. 

Aðferðir við stjórnun þurfa að breytast, mæta þarf ólíkum þörfum, nýta tilfinningagreind, sýna hluttekningu en samt enga meðvirkni, þegar kemur að því að leysa úr mögulegum ágreiningi, veita leiðréttandi endurgjöf vegna frammistöðu sem þarf að breyta og fleira þar fram eftir götunum. 

Ef við notum stjórnun vel, sem verkfæri til að auka árangur, getur það átt stóran þátt í að skapa samkeppnisforskot fyrir vinnustað, bæði gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki. 

Í þessari námslínu ætlum við að fjalla um ýmsar aðferðir og viðmið sem munu nýtast vel við fyrrgreindar áskoranir. 

Námslýsing

Fyrir hverja
C-suite, forstjórar, framkvæmdastjórar

Fyrir vinnustaði

Vinnustaðir hafa kost á að fá námslínuna inn í sín kennslukerfi sem inniheldur þá upptöku á kynningu frá stjórnenda vinnustaðar, verkefni og krossaspurningar.

Hér er dæmi um hvernig námslínan hefur verið gerð með viðskiptavinum Akademias. Nánari upplýsingar um þjónustu við vinnustaði má finna hér.

 

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Helgi Guðmundsson

Valdimar Þór Svavarsson