Lýsing námskeiðs og skráning

Viðurkenndur verkefnastjóri

Nýtt heildarnámskeið fyrir metnaðarfulla verkefnastjóra

Námskeiðið Viðurkenndur verkefnastjóri er hannað fyrir einstaklinga sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefnastjórnun og öðlast alhliða hæfni til að leiða, skipuleggja og framfylgja verkefnum með fagmennsku og skilvirkni. Hér er um að ræða yfirgripsmikið og samþætt nám sem sameinar þrjú sérhæfð námskeið í eitt viðurkennt prógramm — þar sem þátttakendur fá djúpa innsýn í bæði stefnumiðaða og tæknilega verkefnastjórnun.

Námskeiðið samanstendur af eftirfarandi einingum:

  • Leiðtogi í verkefnastjórnun / Leader in Project Management (Hefst 3.febrúar) – 18klst
    • Þátttakendur öðlast verkfæri og aðferðir til að leiða verkefni frá upphafi til enda með markvissri áætlanagerð, áhrifaríkum samskiptum og skýrri forgangsröðun. Farið er í gegnum lykilatriði á borð við verkefnaskilgreiningu, áhættumat, skilvirk teymisvinnu og árangursmælingar. Námskeiðið byggir á alþjóðlegum viðmiðum en er aðlöguð íslenskum veruleika og raunhæfum verkefnum.
  • Leiðtogi í hagnýtri viðburðastjórnun ( Hefst 4. febrúar)– 18klst
    • Farið er í gegnum öll stig viðburðar – frá hugmynd að framkvæmd. Þátttakendur læra að þróa viðburðarhugmyndir, skipuleggja áætlun, fjármagna, vinna með birgjum, samhæfa verkþætti og meta árangur. Lögð er áhersla á hlutverk verkefnastjóra í viðburðastjórnun, mikilvægi samvinnu og hvernig má tryggja upplifun gesta og árangur viðburða.
  • Tæknileg verkefnastjórnun (Hefst 8. apríl) – 18klst
    • Í þessari einingu er lögð áhersla á stafræna verkfæri og aðferðir:
      • Microsoft 365 & verkefnastjórnun: Notkun verkfæra á borð við Teams, Planner og OneNote til að skipuleggja og fylgja eftir verkefnum.
      • Asana: Hagnýt kennsla í notkun Asana fyrir samvinnu, verkaskiptingu og tímalínu verkefna.
      • Agile verkefnastjórnun: Inngangur í Agile hugmyndafræði og hvernig má innleiða hana í verkefnavinnu til að auka sveigjanleika og hraða.

Markmið námskeiðsins:

  • Að veita heildstæða þjálfun í verkefnastjórnun með áherslu á bæði stefnumótun og framkvæmd.
  • Að efla leiðtogafærni og hagnýta færni í stýringu og skipulagi.
  • Að kynna fyrir þátttakendum öflug stafrænt verkfæri sem nýtast í daglegu starfi.
  • Að auka skilning á Agile hugmyndafræðinni og hvernig hún getur bætt samvinnu og skilvirkni.
  • Að þátttakendur geti beitt aðferðum verkefnastjórnunar strax í eigin verkefnum.

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum sem vinna að eða bera ábyrgð á verkefnum – hvort sem um ræðir stjórnendur, verkstjóra, verkefnastjóra, markaðsfólk, ráðgjafa eða frumkvöðla sem vilja styrkja færni sína í skipulagningu og framkvæmd verkefna á faglegan hátt.

Hagnýtar upplýsingar

  • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
  • Dagsetning: Námskeiðið hefst 3.febrúar
  • Verð: 469.000 kr
  • Hægt að greiða með kreditkorti, gegn reikningi eða í samráði við vinnuveitanda
  • Möguleiki á að nýta styrki frá stéttarfélögum
 

Leiðbeinendur

Dagmar Haraldsdóttir

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Rúna Guðrún Loftsdóttir

Reiknivél Styrkja

Reiknaðu þitt verð á námskeiðinu að frádregnum mögulegum styrkjum þíns stéttarfélags

kr.

*Veldu félag til að sjá niðurgreiðslu og endanlegt verð.