Tæknilegur verkefnastjóri
Nútímaleg verkefnastjórnun með stafrænum lausnum
Námskeiðið er hluti af Viðurkenndur verkefnastjóri
Hvernig geturðu leitt verkefni með hjálp nýjustu stafrænu tækni og aðferða?
Á námskeiðinu Tæknilegur verkefnastjóri fá þátttakendur hagnýta og nútímalega þjálfun í því að nýta tæknilausnir við verkefnastjórnun. Farið er yfir hvernig helstu verkfæri og hugmyndafræði í verkefnastjórnun geta bætt yfirsýn, samstarf og árangur – hvort sem unnið er á smáum eða stórum verkefnum, staðbundið eða í fjarteymum.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja stíga næsta skref í að verða tæknilega færir og skilvirkir leiðtogar í verkefnum, með áherslu á notkun Microsoft 365 lausna, Asana og Agile aðferðarfræðinnar.
Markmið námskeiðsins
- Að gera þátttakendur hæfa til að stjórna og samhæfa verkefni með hjálp stafrænna lausna
- Að veita hagnýta færni í notkun Microsoft 365 (t.d. Teams, Planner, OneNote) í verkefnastjórnun
- Að þjálfa þátttakendur í að nýta Asana sem verkstjórnunarverkfæri
- Að kynna Agile hugmyndafræði og hvernig hún eykur sveigjanleika og hraða í verkefnavinnu
- Að auka færni í samvinnu, verkaskiptingu og framfylgd með aðstoð stafrænna verkfæra
Námskeiðið skiptist í þrjá meginhluta:
- Agile verkefnastjórnun
- Inngangur í Agile aðferðarfræði, með áherslu á grunnstoðir Scrum, spunafundir (standups), spretti og stöðuga endurmat. Þátttakendur læra hvernig Agile nýtist til að byggja upp hraðvirkt og aðlögunarhæft verklag.
- Microsoft 365 og verkefnastjórnun
- Kynning og þjálfun í hvernig Teams, Planner, OneNote og önnur M365-verkfæri nýtast til skipulagningar, eftirfylgni og samvinnu. Áhersla á hvernig hægt er að skapa yfirsýn og virkja teymi með réttri notkun tækni.
- Asana í daglegri verkefnastjórnun
- Hagnýt kennsla á uppsetningu, verkaskiptingu, tímalínu, undiverkefni, teymisvinnu og eftirfylgni í Asana. Þátttakendur læra að nýta kerfið til að halda utan um verkefni á skilvirkan og aðgengilegan hátt.
- Vinnustofa þar sem unnið er í hópum og verkfæri tæknilegrar verkefnastjórnunar nýtt til að leysa verkefni.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar stjórnendum, verkefnastjórum, teymisstjórum og öðrum sem vinna að verkefnum og vilja nýta tæknina betur – bæði til að einfalda verkefnavinnu og auka gagnsæi og skilvirkni í teymum.
Hagnýtar upplýsingar
- Námskeiðið hefst 8. apríl 2026. Kennt er í þremur lotum:
- 8. og 9. Apríl – Agile
- 16. og 16. Apríl – M365
- 22. og 29. Apríl – Asana og vinnustofan
- Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
- Námið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
- Námsmat: Fjölbreytt námsmat háð hverjum hluta fyrir sig.
- Verð: 299.000kr
- Sjá reiknivél hér að neðan hvaða áhrif styrkir geta haft á verð námskeiðs
- Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
- Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.