Leiðbeinendur
Björn Þór Sigurbjörnsson
Björn Þór Sigurbjörnsson, þekktur sem Bjöddi, er reyndur einka og styrktarþjálfari með áralanga reynslu í líkamsrækt og þjálfun. Hann starfar í World Class Laugum og hefur áunnið sér gott orðspor sem einn færasti þjálfari landsins. Bjöddi sérhæfir sig í einstaklingsmiðaðri þjálfun þar sem hann greinir styrkleika og þarfir hvers og eins.
Með djúpa þekkingu á lífeðlisfræði, hreyfigreiningu og líkamsrækt vinnur hann jafnt með byrjendum og afreksfólki. Hann leggur sérstaka áherslu á samspil líkamsræktar, næringar, svefns og andlegrar líðan og nýtir einnig þekkingu sína úr námi í osteópatíu að aðstoða fólk með stoðkerfisvandamál, endurhæfingu og langvarandi verki