Vörn gegn veggjalús (bedbugs)
Útgáfudagur: 04/12/25
Síðast uppfært: 04/12/25
Um hvað er námskeiðið?
Þetta stutta námskeið fjallar um veggjalýs eða bedbugs og hvernig þær geta borist á gististaði. Þú lærir að þekkja lýsnar, fylgjast með þeim og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Námskeiðið gefur leiðbeiningar um eftirlit, hreingerningu, meðhöndlun á fötum og húsgögnum og loks leiðbeiningar um samskipti við gesti ef veggjalús finnst. Markmiðið er að viðhalda hreinum og öruggum gististöðum með skilvirkum og skynsamlegum aðgerðum.
Fyrir hverja?
Þetta námskeið er fyrst og fremst fyrir eigendur og starfsfólk gististaða en einnig alla sem vilja þekkja rétt viðbrögð, grípa til aðgerða til útrýmingar og tryggja að gestir verði ekki fyrir áhrifum, allt til að halda gististöðum hreinum og öruggum.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.