Verkefnastjórnun: Samband umfangs, tíma og kostnaðar
Útgáfudagur: 15/12/25
Síðast uppfært: 15/12/25
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið tekur fyrir einn af grundvallarþáttum verkefnastjórnunar: Járnþríhyrninginn. Byrjað er á að skoða hvers vegna yfir 70% verkefna ná ekki markmiðum sínum, sem oft má rekja til þess að tímaramminn er óraunhæfur, kostnaður vanmetinn eða umfangið er illa skilgreint.
Kjarni námskeiðsins snýst um að skilja og stjórna samspili þriggja þátta sem móta gæði og árangur verkefnis:
· Kostnaður: Fjármunir, mannskapur og tæki. Aukin fjárfesting getur bætt gæði eða stytt tíma.
· Tími: Verkáætlun og skiladagar. Ef tími er styttur þarf oftast að auka kostnað eða minnka umfang.
· Umfang: Skilgreind útkoma og virkni. Aukið umfang þýðir meiri vinnu og þar með aukinn tíma og kostnað.
Lögð er áhersla á að gæði verkefnis ráðist af jafnvægi þessara þátta og að stjórnendur verði að forgangsraða og gera hagsmunaaðila meðvitaða um afleiðingar breytinga. Farið er yfir raunhæf dæmi og þumalfingursreglur sem hjálpa til við að stýra verkefnum.
Leiðbeinandi
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Fyrir hverja?
Þetta námskeið er nauðsynlegt fyrir verkefnastjóra, verkkaupa og stjórnendur sem þurfa að taka ákvarðanir um forgangsröðun í verkefnum. Það hentar sérstaklega vel þeim sem eiga í samskiptum við viðskiptavini eða hagsmunaaðila og þurfa að útskýra hvers vegna breytingar á einum þætti (t.d. styttri tíma) hafa óhjákvæmilega áhrif á hina (t.d. aukinn kostnað).
Heildarlengd:
9 mínútur
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.