Tímon

Útgáfudagur: 13/06/24
Síðast uppfært: 21/09/24

Með Tímon tímaskráningarkerfi er haldið utan um skráningar og fjarveru starfsfólks. Hægt er að sjá í rauntíma mætingar, fjarveru og útreikninga á tímum, hvort sem þeir skiptast í dagvinnu og yfirvinnu, álag, föst mánaðarlaun eða annað. Tímon er einnig mikilvægt verkfæri til upplýsingagjafar fyrir starfsfólk til að fylgjast með eigin mætingu og orlofsstöðu og býður upp á samskiptaleið við yfirmenn.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • geti bæði skráð og fylgst með tímaskráningum sínum á auðveldan og þægilegan hátt
  • geti nýtt sér allar tengingar sem kerfið hefur við helstu launa og viðskiptakerfi sem eru í boði
  • geti haldið utan um veikindi, orlof, fjarveru, verk ásamt því að kerfið býður upp á fjölmargar skýrslur og úttektir úr skráningarkerfinu, ýmist fyrir einstaklinga og eða hópa

 

Fyrir hverja?

Alla þá sem nota Tímon, tímastjórnunarkerfið hvort sem um starfsfólk eða stjórnendur er að ræða.

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.