Lýsing námskeiðs og skráning

Öryggisvitund 2024

Mikilvægt er að allir hugi að eins góðu öryggi og hægt er þegar unnið er með tölvur og ferðast er um heim netheima. Margar hættur finnast á netinu og það er margs að varast. Þó er gott til þess að vita að það er margt hægt að gera til að forðast hætturnar og að við verðum ekki fyrir skaða. 

Á námskeiðinu er farið vel yfir öryggismál almennt og við fáum innsýn í ýmislegt sem hægt er að gera með forvörn í huga og hvernig við getum tryggt öryggi okkar á sem bestan hátt. 

Markmið námskeiðsins er m.a. að þú 

  • fáir svör við ýmsum spurningum er varða öryggismál og hvað hægt er að gera til að forðast hættur á netinu og að þú getir tryggt að stýrikerfið þitt sé öruggt
  • þekkir eða fáir innsýn í spilliforrit, vitir hvernig best er að umgangast lykilorð og að þú getir gert öruggar stillingar í eigin rouder til að efla eigið öryggi betur
  • fáir innsýn í það hvort verið sé að fylgjast með okkur, þekkir til phishing og hvernig þau birtast í daglega lífinu

Þetta ásamt öðrum mikilvægum öryggisatriðum er vert að þekkja þegar kemur að flóknum heimi nets sem þó þarf ekki að vera flókinn ef góðu öryggi er fylgt eftir. 

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað venjulegum tölvunotendum, ekki er ætlast til að nemendur hafi djúpa þekkingu á tölvum eða nettengingum. 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 2 mínútur.
  • Spilliforrit - 8 mínútur.
  • Vafra á netinu - 4 mínútur.
  • Lykilorð - 6 mínútur.
  • Vírusvarnir - 6 mínútur.
  • Stillingar í Router - 5 mínútur.
  • Er verið að fylgjast með okkur - 6 mínútur.
  • Phishing - 8 mínútur.
  • Dæmi um phising - 6 mínútur.
  • Lokaorð - 8 mínútur.

Heildarlengd: 59 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.