Microsoft hugbúnaður
Microsoft Viva Engage 2024
Fyrirtæki sem þegar eru með Microsoft leyfi ættu að kynna sér sérstaklega Viva Engage sem er að finna í Microsoft Viva svítunni og er samhæft með Microsoft 365 umhverfinu.
Fyrirtæki sem þegar eru með Microsoft leyfi ættu að kynna sér sérstaklega Viva Engage sem er að finna í Microsoft Viva svítunni og er samhæft með Microsoft 365 umhverfinu. Viva Engage svipar mjög til Workplace og býður upp á mikið af sömu virkninni, viðmótið er mjög áþekkt og hægt að tengja lausnina við Teams sem fækkar samskiptaleiðum.
Mörg fyrirtæki hafa þegar aðgang að þessari lausn í dag með núverandi leyfum þar sem Viva Engage fylgir með ýmsum Microsoft 365 leyfum en einnig er hægt að kaupa slík leyfi sérstaklega.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
Hvernig unnið er með skjöl, þekki helstu stillingar, viti hvað storyline er og hvernig hægt er að tenga Viva Engage við Teams.
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja kynna sér sambærilega lausn og Workplace hefur haft að geyma en er nýtt hjá Microsoft og tilvalin lausn þar sem Workplace er á leiðinni út.
Heildarlengd: 35 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.