Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft Outlook 2024

Með þessu námskeiði er farið yfir það nýjasta og helsta í Microsoft Outlook. Með þessu vinsæla póst og samskiptaforriti er talað um að Outlook eigi ekki að stjórna þér heldur átt þú að taka stjórnina og stýra og því mikilvægt að læra að nota Outlook sem tímastjórnunartæki. Farið er yfir ákveðna hugmyndafræði og skoðað hvernig pósta við eigum EKKI að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Farið er yfir hagnýtar leiðir sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Þekki viðmótið og helstu stillingar fyrir hugmyndafræðina, flýtiskref og möppur
  • Kunni að nota leitina, senda post í Teams og OneNote, hvernig á að flagga pósti og reglur skoðaðar
  • Geti afturkallað tölvupósta, farið yfir dagatalið og hvernig við bókum í það, þekki rafrænt suð, kunni að deila dagatali og fleiri möguleika fyrir sendan póst

     

Fyrir hverja?

Alla þá sem vilja læra hvernig Outlook getur hjálpað þér að ná stjórn á vinnudeginum þínum, auðvelda skipulag og hafa betri yfirsýn yfir tölvupóstsamskipti þín. 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 3 mínútur.
  • Viðmótið - 4 mínútur.
  • Ýmsar stillingar - 5 mínútur.
  • Stillingar fyrir hugmyndafræðina - 4 mínútur.
  • Hugmyndafræðin - 6 mínútur.
  • Flýtiskref (quick Steps) - 5 mínútur.
  • Möppur - 2 mínútur.
  • Leitin - 5 mínútur.
  • Senda póst í Teams eða OneNote - 3 mínútur.
  • Að flagga pósti - 5 mínútur.
  • Reglur - 4 mínútur.
  • Afturkalla tölvupóst - 4 mínútur.
  • Viðbrögð - 2 mínútur.
  • Dagatalið og hugmyndafræðin - 5 mínútur.
  • Bóka allt í dagatalið - 5 mínútur.
  • Rafrænt suð - 4 mínútur.
  • Sjá dagatal vinnufélaga - 2 mínútur.
  • Deila dagatali - 3 mínútur.
  • Endurteknir fundir - 2 mínútur.
  • Litakóðar - 3 mínútur.
  • Cc tölvupóstur - 3 mínútur.
  • Endurnýta texta með Quick Parts - 2 mínútur.
  • Fleiri valmöguleikar fyrir sendan póst - 2 mínútur.
  • Nokkur ráð í lokin - 5 mínútur.
  • Samantekt - 4 mínútur.

Heildarlengd: 92 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.