Hættuleg efni
Útgáfudagur: 18/09/25
Síðast uppfært: 18/09/25
Um hvað er námskeiðið?
Þetta námskeið fjallar um grundvallaratriði í meðferð hættulegra efna og er ætlað að efla öryggi á vinnustöðum þar sem slík efni eru notuð.
Innihald námskeiðs er m.a.:
Hvað telst hættulegt efni og helstu áhættur tengdar notkun þess
Hættumerki og flokkun samkvæmt CLP-reglugerð
Rétt vinnubrögð við meðhöndlun hættulegra efna
Áhættumat og verkferlar tengdir efnavinnu
Notkun vinnulýsinga og öryggisblaða (SDS)
Rétt geymsla efna til að koma í veg fyrir óhöpp og mengun
Varnir gegn alvarlegum slysum af völdum efna
Markmið námskeiðs:
Að auka skilning þátttakenda á hættum sem tengjast hættulegum efnum
Að kenna rétta og örugga meðferð, geymslu og skráningu efna
Að efla varnir fyrirtækja til að koma í veg fyrir óhöpp og alvarleg slys á vinnustað
Leiðbeinandi
Eggert Jóhann Árnason
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar öllum starfsfólki sem vinna beint eða óbeint með hættuleg efni, sem og stjórnendum sem bera ábyrgð á öryggismálum.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.