Google Anatytics er eitt af vinsælustu vefsíðumælingartólum í heiminum. Þetta er þjónusta frá Google sem gerir þér kleift að mæla árangur vefsíðna, fylgjast með notkunaraðferðum og skoða hvernig notendur hegða sér á vefsíðum. Google Anatytics mælir árangur vefsíðna t.d. hversu margir einstaklingar heimsækja síðuna, hversu lengi þeir eru inni á síðunni, hversu margir kaupa vörur og eða skrá sig á póstlistann. Hægt er að sjá hvaða síður eru vinsælar og Google Analytics notar m.a. gagnavinnslu og vélræna greiningu til að skoða notkunarmynstur og finnur áhugamál notenda.
Markmið þessa ítarlega námskeiðs er m.a. að nemandi
- Kynnist sögu þessara mælinga, hvernig uppsetning á mælaborði og Tag manager er gerð
- Sjái muninn á GA 3 v GA4, skoði fyrstu skref í uppsetningu og skoði notkun tólsins
Þekki ,,search control,, og Google Ads ásamt því að skoða hvernig unnið er með ,,user og tech,, á stikunni
Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að geta nýtt vefgreiningartólið Google Analytics í markaðsstarfi og öðrum tilgangi til að fylgjast með umferð á sínum eigin vefsvæðum.