Lýsing námskeiðs og skráning

Framkoma

Flest þurfum við á einhverjum tíma að koma fram; svo sem í kynningum í vinnu, á stórum fyrirlestrum eða með framkomu í fjölmiðlum.
Gerðar eru æfingar og farið yfir góð ráð.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er nytsamlegt fyrir alla sem vilja verða betri, en vantar aðferðir til að koma fram af meira öryggi og með meiri sannfæringarkrafti, hvort sem er á vinnustaðnum eða í fjölmiðlum.
Hentar sérstaklega vel stjórnendum og öðrum sem koma reglulega fram.

Námskaflar og tími:

  • Framkoma - 48 mínútur.

Heildarlengd: 48 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Edda Hermannsdóttir

Edda Hermannsdóttir er markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka en starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins, þar sem hún vann markvisst að því að auka vægi kvenna í viðskiptafréttum. Edda var einnig spyrill í Gettu betur hjá RÚV og hefur gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma.
Edda er hagfræðingur með stjórnendagráðu frá IESE í Barcelona.

Hoobla - Systir Akademias