Hugbúnaður og upplýsingatækni
Canva, Grunnur
Canva er einfalt og marghliða hönnunarforrit sem hentar bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með notendavænu viðmóti og fjölbreyttum sniðmátum geta notendur skapað faglega hönnun á skömmum tíma.
Canva er einfalt og marghliða hönnunarforrit sem hentar bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með notendavænu viðmóti og fjölbreyttum sniðmátum geta notendur skapað faglega hönnun á skömmum tíma. Fyrirtæki hafa nýtt Canva til að styrkja markaðssetningu með sérsniðnum sniðmátum fyrir samfélagsmiðla en einnig til að efla vörumerkjaímynd en forritið býður einnig upp á teymisvinnu í rauntíma.
Með þessu fjölbreytta forriti er hægt að búa til allskonar efni t.d. glærukynningar, hugarkort (mindmap), myndbönd, ýmis skjöl og skýrslur, bæklinga, veggspjöld, hátíðarkort, ferilskrár og efni fyrir mismunandi samfélagsmiðla. Canva er einnig notað af kennurum en þá er hægt að hanna og sækja námsefni fyrir ýmis skólastig. Canva er ódýr og auðveld lausn fyrir ólíkar hönnunarþarfir einstaklinga, stjórnenda, sjálfstætt starfandi, kennara o.fl. sem vilja á sjónrænan hátt koma sínum hugmyndum á framfæri.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja kynna sér kosti Canva og læra fyrstu skrefin í að búa til efni. Canva forritið er notað mikið af grafískum hönnuðum, markaðs- eða samfélagsmiðlastjórum, fyrirtækjaeigendum, vörumerkjastjórum, kennurum en ekki síður sjálfstætt starfandi einstaklingum og öllum þeim sem finnst gaman að skapa og búa til eitthvað fyrir sig sjálft.
Heildarlengd: 57 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Margrét Lena Kristensen hefur notað Canva í mörg ár og hannað bæði rafrænt efni og efni til útprentunar s.s. markaðs-, sölu- og kynningarefni, ársskýrslur o.fl. fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Margrét er með meistaragráðu á sviði líf- og læknavísinda en hefur sérhæft sig í verkefnastjórnun og í skapandi lausnum. Margrét Lena hefur gegnt hlutverki verkefnastjóra Hugvita - Nýsköpunarseturs Hafnarfjarðar frá stofnun þess, þróað starfsemina og haldið utan um rekstur þess en þar hefur Canva nýst vel í fjölbreyttum og ólíkum verkefnum. Canva er einstaklega notendavænt hönnunarforrit eins og kemur fram á námskeiðum Margrétar og mælir hún eindregið með forritinu fyrir þá sem vilja nýta sköpunarkraft sinn og koma hugmyndum sínum í farveg en ekki síður fyrir innri og ytri starfsemi fyrirtækja.