Lýsing námskeiðs & skráning

Stjórnun markaðsstarfs

Öll fyrirtæki þurfa stöðugt að endurhugsa markaðsstarfið sitt. Kauphegðun er alltaf að breytast bæði á neytenda- og fyrirtækjamarkaði. Bæði til skamms og langtíma. Það sem neytendur urðu að eiga í gær verður óþarfi í dag.  

Stjórnendur verða við slíkar aðstæður að skilja markhópinn sinn sem aldrei fyrr, geta aðlagað vöruna eða þjónustuna að honum, ásamt því að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri. Allt þetta verður jafnframt að gera fyrir stöðugt minna fjármagn en áður.

Markmiðið er að hjálpa fyrirtækjum í gegnum óvissutíma. Ennfremur að gera stjórnendur sjálfbæra við að skipuleggja og hrinda í framkvæmd nýrri sókn á markaðinn.  

Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Starfsmenn frá nánast öllum stærstu fyrirtækjum Íslands hafa sent starfsmenn á námskeiðið en það var í mörg ár kennt í staðnámi.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • MarkaðsSkilningur: Hvernig getum við skilið breyttar þarfir og langanir viðskiptavina? Hvað segir sagan okkur um breytta hegðun neytenda í kreppu? Hver er likleg framtíðarþróun? Mikið af markaðsgögnum verður kynnt sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust á Íslandi. Ennfremur verður farið yfir hvernig þátttakendur geta sjálfir (án kostnaðar) gert einfaldar markaðsrannsóknir og greiningar sem margfalda líkur á árangri.  
 • MarkaðsMótun: Hvernig getum við aðlagað stefnu og nálgun við markaðinn svo neytendur velji okkur þrátt fyrir gjörbreytt markaðsumhverfi og  neytendahegðun?  
 • MarkaðsAðgerðir: Hvaða hagkvæmu leiðir getum við notað til að selja meira? Hvaða leiðir eru árangursríkastar og hagkvæmastar? Hvernig getur stafræn auglýsingatækni hjálpa okkur að ná meiri árangri?   

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 16 hlutum og er um 8 klst í heildina. 
 • Verð 24.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 • Við bjóðum einnig uppá ráðgjöf og einkafyrirlestra. Hafðu samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.

Fyrir hverja?

Alla sem koma að stjórnun eða markaðsmálum fyrirtækja af öllum stærðum og í öllum atvinnugreinum.

Leiðbeinendur:

Guðmundur Arnar Guðmundsson er annar eigandi Akademias, ráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri og setið í framkvæmdastjórnum Íslandsbanka, Nova og WOW air. Ennfremur starfaði hann sem markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, Copenhagen Business School og Akademias. Eyþór hefur kennt stefnumótun, nýsköpun og stjórnun í sjö háskólum um heim allan á Meistara og MBA stigi.

Nánari upplýsingar um kennara hér

 

 
Hoobla - Systir Akademias