Lýsing námskeiðs & skráning

Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja

Stjórnarhættir fyrirtækja skipta sífellt meira máli enda er ákvörðunarvald fyrirtækja hjá stjórnum fyrirtækja. Víðast hvar skortir verulega upp á fagmennsku í íslenskum stjórnum og lítill skilningur á mikilvægi þess að nálgast sjálfbærni með sérstökum áhuga í stjórnum. Grunnurinn að árangursríkum fyrirtækjum er að hafa stjórn sem hefur virði fyrir félagið.

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið fjallar um af hverju minni og meðalstór fyrirtæki og vaxtarfyrirtæki þurfa stjórn. Jafnframt er farið yfir stjórnardemantinn og hvernig hann getur verið tæki til þess að skipuleggja markvirkt stjórnarstarf. Ennfremur er fjallað um sjálfbærni og af hverju sjálfbærni er málefni sem stjórnir verða að hafa skilning á og leiða í fyrirtækjum. 

Fyrir hverja?

Stjórnarhættir og sjálfbærni er fyrir alla þá sem eru í stjórnum eða vilja sitja í stjórnum fyrirtækja eða félaga. Námskeiðið er jafnframt fyrir stjórnendur og eigendur minni- og meðalstórra fyrirtækja sem eru að velta fyrir sér hvernig hægt er að skipuleggja markvirkt stjórnarstarf.

Leiðbeinandi:

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór er einn fremsti sérfræðingur á Norðurlöndum í stjórnarháttum og hefur þjálfað stjórnarmenn á Íslandi og erlendis. Hann kennir jafnframt námskeiðið Viðurkenndir stjórnarmenn hjá Akademias.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
  • Námið er í 6 hlutum og er um 1 klukkustund í heildina. 
  • Verð 24.000 kr
  • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 
Hoobla - Systir Akademias