Lýsing námskeiðs & skráning

Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja

Stærstu mistökin sem minni og meðalstór fyrirtæki gera er að hafa ekki stjórn sem hefur skýrt hlutverk og viðeigandi stjórnarmenn.  

Námskeið hannað fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sprotafyrirtækja og minni og meðalstórra fyrirtækja. Námskeiðið er hliðstætt við alþjóðlegt námskeið sem dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur hannað og stýrt í Svíþjóð og Danmörku um árabil.

Námskeiðið snýst um að gera stjórnarstarf í sprotafyrirtækjum og minni og meðalstórum fyrirtækjum markvirkara. Stjórnir eiga að hafa hlutverk og skapa verðmæti fyrir fyrirtækið. Farið er yfir hlutverk stjórna, ráðgjafarstjórnir og lögbundna stjórnarhætti sem krefjast eftirlitsskyldu. Námskeiðið er nauðsynlegt fyrir alla þá sem koma að rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja.

Námskeiðið er útfært sem fjarnámskeið á netinu.

Umsjón með námskeiðinu hefur dr. Eyþór Ívar Jónsson. Eyþór hefur í fimmtán stýrt ráðgjafarstjórnarprógrammi í samstarfi við Copenhagen Business School þar sem hann hefur m.a. stýrt ráðgjafarstjórnum fyrir um 200 sprotafyrirtæki. Hann er jafnframt frumkvöðullinn á bak við verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og námslínuna Viðurkenndir stjórnarmenn en á annað hundrað stjórnarmenn hafa útskrifast sem viðurkenndir stjórnarmenn.  Nánar um kennara hér.

UMFJÖLLUNAREFNI

  • Hlutverk stjórna
  • Stjórnarháttademanturinn
  • Lögbundnir stjórnarhættir
  • Ráðgjafarstjórnir

 
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

  • Námskeiðið er í níu hlutum, samtals um þrjár og hálf klukkustund.
  • Nemendur hafa 6 mánuði til að læra í gegnum netið á þeim hraða og eins oft og þeir kjósa.
  • Námskeiðagjöld: 49.900 kr. 

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Eyþór Ívar Jónsson, eythor@akademias.is, s. 842-4333.

 

Skráning

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, fjarnám, (Stjórnarhættir SME)

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson