Lýsing námskeiðs & skráning

Sigraðu streituna & auktu afköstin

Hver er muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Til þess að geta áttað sig á sínum eigin tilfinningum og komið í veg fyrir það að maður brenni út er gott að kunna skil á þessum atriðum.

Þátttakendum eru gefin verkfæri til að greina streitu og þeim kennt að nota rannsakaðar aðferðir til forvarnar og úrlausna á streitu.
Greinarmunur er gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.

Á námskeiðinu eru kynnt ný hugtök úr streitufræðunum og farið er í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að streituvörnum sem auka afköst.

 
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag?
 • Hver er munurinn á streitu og kulnun?
 • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
 • Hverjar eru viðvörunarbjöllurnar?
 • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
 • Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni?
 • Hvernig næ ég að auka úthald mitt?
 • Hvað eru streituvarnir?
 • Hvað hefur breyst? Hvers vegna erum við svona streitt þjóð?

 
Fyrir hverja?

Alla þá sem sækjast eftir meiri afköstum en betra jafvægi í senn í einkalífi og starfi. 

 
Leiðbeinandi:

Helga Hrönn Óladóttir, mannauðsfræðingur og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd. Helga hefur haldið ótal fyrirlestra, starfar einnig sem stjórnandi í dag á vegum Waterfront ehf. og þekkir það að sitja báðumegin við borðið þegar að vinnustaðnum kemur. Þá sinnir hún einnig einstaklingsráðgjöf hjá Heilsuvernd/Streituskólanum. Helga kom að stofnun útibús Heilsuverndar/Streituskólanum í norðurlandsumdæmi ásamt Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni.

 

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
 • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
 • Námið er í 4 hlutum og er um hálftími í heildina. 
 • Verð 19.000 kr
 • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.

 
Hoobla - Systir Akademias