Lýsing námskeiðs & skráning

Samskipti og samræður

Samskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk er að vinna saman, hvort sem er í hópum eða deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna, umfram aðra, að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið fjallar um virka hlustun, að vera til staðar, tilefni, atgervi, aðstæður, innrömmun, spurningar, samtalstækni, sannfæringu og endurgjöf. Farið er yfir þessa þætti með það að leiðarljósi að efla hæfni fólks til þess að eiga góðar samræður og efla samvinnu.

Fyrir hverja?

Samskipti og samræður er fyrir alla þá sem þurfa að taka þátt í hópvinnu og fyrir alla þá sem góð samskipti er lykillinn á góðri samvinnu og árangri. Með góðum samskiptum er hægt að koma í veg fyrir ágreining og hægt að efla líkur á árangri í verkefnavinnu.

Leiðbeinandi:

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór hefur stýrt fjölda teyma og hópa og hefur hjálpað þeim að þjálfa með sér tilfinningagreind. Hann kennir jafnframt námskeiðið miniMBA – Teymi og tilfinningagreind hjá Akademias.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
  • Námið er í 11 hlutum og er um klukkustund í heildina. 
  • Verð 24.000 kr
  • Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
 
Hoobla - Systir Akademias